Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld.
Nýliðar Fjölnis lögðu Breiðablik í Smáranum, Haukar höfðu betur gegn Snæfell í Stykkishólmi og í Borgarnesi lögðu heimakonur í Skallagrím lið Keflavíkur.
Leikur Vals og KR hófst kl. 20:15 og stendur því enn yfir.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild kvenna:
Breiðablik 69 – 79 Fjölnir
Snæfell 72 – 92 Haukar
Skallagrímur 76 – 64 Keflavík
Valur KR – Leikur hófst 20:15 og stendur enn yfir