Þann 25. mars síðastliðinn var leikmaður Þórs, Adomas Drungilas, dæmdur í tveggja leikja bann fyrir háttsemi sína í leik liðsins gegn Stjörnunni þann 18. mars.

Þeim úrskurði áfrýjaði félagið til áfrýjunardómstóls KKí, sem í dag vísaði málinu frá. Leikbann leikmannsins mun því standa og hann verða í banni í næstu tveimur leikjum félagsins.

Úrskurð má lesa hér