Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld lið Unicaja í ACB deildinni á Spáni, 78-101. Eftir leikinn eru Zaragoza í 12. sæti deildarinnar með 12 sigra og 19 töp það sem af er tímabili.

Tryggvi lék aðeins rétt tæpar 3 mínútur í leik kvöldsins, komst ekki á blað í stigaskorun, en tók 2 fráköst. Næsti leikur Zaragoza er þann 28. apríl gegn Morabanc Andorra.

Tölfræði leiks