Lið Martins Hermannssonar, Valencia, hafði betur gegn liði Tryggva Hlinasonar, Casademont Zaragoza, í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 76-85. Eftir leikinn eru Valencia í 5. sæti deildarinnar á meðan að Zaragoza eru í því 13.

Martin var fjarri góðu gamni í kvöld, en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikur. Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 10 stigum, 9 fráköstum og 3 vörðum skotum, þá var hann framlagshæsti leikmaður Zaragoza í leiknum með 18 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Tölfræði leiks