Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld sterkt lið ERA Nymburk í Meistaradeild Evrópu, 90-71. Bæði liðin hafa tryggt sig áfram í úrslitakeppni deildarinnar, en Zaragoza eru í efsta sæti riðilsins á meðan að Nymburk eru sæti neðar.

Tryggvi Snær var hvíldur nánast allan leikinn, en á þeim tæpu 3 mínútum sem hann spilaði skilaði hann 2 stigum og 2 fráköstum. Síðasti leikur Zaragoza í riðlakeppninni er útileikur gegn sama liði, ERA Nymburk, þann 8. apríl. Ekki er ólíklegt að þar verði um hreinan úrslitaleik í riðlinum að ræða.

Tölfræði leiks