Körfuboltatölfræðingurinn Hörður Tulinius hefur reiknað út stöðu liða Dominos deildar karla eftir fyrstu átján umferðirnar útfrá því sem í daglegu tali þekkist víða í hinum stóra heimi körfubolta sem tölfræði fyrir lengra komna (e. advanced statistics) Sérstaklega tók hann í dag fyrir hvernig liðin eru þessar fyrstu tvær umferðir eftir að keppni hófst aftur.

Líkt og sjá má eru það fimm lið sem hafa bætt leik sinn eftir að keppni hófst aftur. Ekkert lið þó eins og Tindastóll (35,0), sem virðast algjörlega hafa snúið við blaðinu með góðum sigrum á Þórs liðunum báðum heima í Síkinu. Keflvíkingar (28,3) eru ekki langt undan, en þeir hafa lagt Stjörnuna og ÍR í þessum fyrstu tveimur leikjum eftir hlé.

Samkvæmt greiningunni eru Haukar, Valur og Njarðvík einnig að bæta sig. Valur og Haukar unnið báða leiki sína eftir hlé á meðan að Njarðvík vann einn og tapaði einum.

Erfiðust hefur þetta nýja upphaf verið fyrir Þór Akureyri, en þeir hafa tapað nokkuð örugglega fyrir bæði Tindastól og Val. Næst erfiðast hefur þetta verið fyrir Grindavík, sem tapað hafa fyrir Njarðvík og Stjörnunni.

Einnig virðast KR, ÍR og Stjarnan vera töluvert verri nú en í þeim umferðum sem spilaðar voru fyrir síðasta hlé.

Staðan eftir 18 umferðir samkvæmt fjórþáttagreiningunni

Bestu sóknarliðin:

 1. Keflavík – 3,6
 2. Þór – 4,1
 3. Stjarnan – 4,5
 4. KR – 5,7
 5. Tindastóll – 6,2

Verstu sóknarliðin:

 1. Höttur – 9,2
 2. Haukar & Njarðvík – 8,7
 3. Þór Akureyri – 7,5
 4. Grindavík & Valur – 6,8
 5. ÍR – 6,6

Bestu varnarliðin:

 1. Keflavík – 1,8
 2. Valur – 4,0
 3. Njarðvík – 5,2
 4. Þór & Stjarnan – 5,4
 5. Tindastóll – 6,2

Verstu varnarliðin:

 1. Grindavík – 9,4
 2. Þór Akureyri – 9,1
 3. Haukar – 8,6
 4. ÍR – 8,2
 5. Höttur – 7,8

Hraðasti sóknarleikurinn: (sóknir í leik)

 1. Þór – 83,6
 2. ÍR – 82,5
 3. Höttur – 82,2
 4. Þór Akureyri – 81,2
 5. Tindastóll – 81,0

Hægasti sóknarleikurinn: (sóknir í leik)

 1. Haukar – 77,7
 2. Njarðvík – 79,0
 3. KR – 79,8
 4. Keflavík – 80,1
 5. Stjarnan – 80,4
twitter.com/HordurTulinius

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Fyrir frekari útskýringar á flokkum fjórþáttagreiningarinnar er hægt að lesa hér