Félag Hauks Helga Pálssonar í ACB deildinni á Spáni, Morabanc Andorra, tilkynnti rétt í þessu að tímabil leikmannsins væri á enda. Mun Haukur vera á leiðinni í aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir á hægri ökkla á dögunum og gert er ráð fyrir að það taki hann fjóra mánuði að ná bata.