Í kvöld fór Dominos deild karla enn og aftur af stað pre-season þegar KR heimsótti harðasta lið landsins í Þorlákshöfn.

Harðasta lið deildarinnar, Þór Þ voru fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar með 22 stig og tóku á móti reynsluboltunum í KR sem voru í fjórða sæti með 20 stig þegar 6 leikir voru eftir af deildakeppni.

KR skörtuðu nýjum leikmanni en liðið fékk liðstyrk á dögunum þar sem Þórir a.k.a Tóti túrbó er aftur komin í svart og hvítt.

Hjá Þór var Drungilas í banni en Styrmir Snær Þrastarson var búin að jafna sig á meiðslum. Annars eru allir með í harðasta liði landsins og þar af leikmenn sem á dögunum skrifuðu undir nýjan samning fyrir félagið. 

Augljóst var í fyrsta leikhluta að KR ætlaði að reyna að stjórna hraðanum og hægja á leiknum. Þórir Þorbjarnarson kom beint inní byrjunarliðið en margir voru spenntir að sjá hann í leiknum. Leikurinn ber þess strax merki að menn hafa verið í pásu staðan 8-2 eftir 5 mín. Þórsarar virtust vera betur skipulagðir í upphafi  og KR of spenntir. Staðan eftir fyrsta leikhluta 26-18 fyrir Þór Þ.

KRingar mættu trylltir inní annan leikhluta og voru búnir að jafna eftir 2 mínútur þar sem liðið náði 2-10 áhlaupi. KRingar voru miklu skipulagðari og virðast slá Þór útaf laginu en Þórsarar halda samt áfram.

Callum Lawson sem hefur verið öflugastur Þórsara var kominn með 3 villur þegar 4:35 lifðu eftir af öðrum leikhluta. KR spilaði góða vörn en voru aðeins of stefnulausir í sókninni, of mikið dripl og hnoð. Sem hjálpar hjálpaði þá frekar Þórsurum. Matthías Orri fékk á sig ruðning og þar með fjórðu villuna í fyrri hálfleik. 

Styrmir Snær var einnig kominn með fjórar villur fyrir Þórsara í fyrri háflleik. Stigaskor virðist vera að dreifast jafnt og enginn leikmaður að taka leikinn yfir. Staðan eftir fyrri hálfleik 47-37 fyrir heimamönnum.

KR nær ekki að nálgast Þór í þriðja leikhluta en sóknarleikurinn var óskipulagður og ekki hjálpaði að hafa Matthías á hliðarlínunni. KR hafði einungis skorað 4 stig eftir fimm mínútur af seinni og voru duglegri að safna villum á sama tíma. Styrmir Snær fékk útilokun í þriðja leikluta þegar hann fékk sína fimmtu villu er Matthías Orri fiskaði ruðning. Þór leiðir 64-50 eftir þriðja leikhluta. Ty Shabin var skugginn af sjálfum sér í leiknum og var hreinlega eins og KRingar hefðu ekki tekið skotæfingar í pásunni. Þórsarar voru að spila meira á heimastrákunum. Tyler Sabin var komin í villuvandræði í lok leikhlutans. 

Þórsarar byrjuðu fjórða leikhlutann alveg sturlaðir. Ætluðu að keyra yfir gestina. Matthías Orri fékk fimmtu villuna eftir 20 sek af leikhlutanum. KRingum tókst að minnka þetta samt niður í tíu stig en Brynjar Þór var með stórar körfur. Leikmenn héldu áfram að safna villum en þeir Helgi Már og Zarko Jukic fengu sína fimmtu villu þegar 4 mínútúr voru eftir.

KR minnkuðu muninn niður í 7 stig þegar 2:47 voru eftir og Þórsarar tóku leikhlé. Tyler virtist eiga að drippla upp og skjóta í hverri sókn. Að lokum fór svo að Þórsarar lönduðu sigri 84-76 gegn KR.

Atkvæðamestir.

Hjá Þór leiddi Halldór Garðar 21 stig og 7 stoðsendingar. Callum Lawson var með 18 stig, 19 fráköst og 31 í framlag. Ellefu stig Þórsara komu af bekknum

KR var Tyler Sabin með 24 stig og 13 framlagsstig. Fjórir leikmenn KR fengu 5 villur í leiknum. KR fékk heild 32 stig af bekknum.

Næst KR fær Hauka í heimsókn og Þór fer á Krókinn þar sem þeir eiga harma að hefna.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun: Magnús Elfar Thorlacius