Búið er að gera keppnisfyrirkomulag úrslitakeppni efstu deilda karla og kvenna aðgengilegt. Hér er hægt að sjá leikdaga, en í því er gert ráð fyrir að úrslitakeppni fyrstu deilda hefjist 8. maí og í Dominos deildum sé það frá 14. maí.

Tilkynning:

Búið er að birta dagatal fyrir úrslitakeppni Domino’s deilda karla og kvenna sem og 1. deilda karla og kvenna.

Gera þurfti breytingar á fyrra dagatali úrslitakeppni þar sem keppnisleysið frá 25. mars til 14. apríl ýtti öllu skipulagi aftar.

Dagatalið er aðgengilegt undir Mótamál – Leikir og úrslit – Keppnisdagatal úrslitakeppni 2021.