Keflavík tók á móti Stjörnunni í Blue höllinni í Dominos deild karla í kvöld. Fyrsti leikur beggja liða eftir Covid hlé. Keflavík með á toppi deildarinnar og Stjarnan í þriðja sæti.

Jafnt var með liðunum framan af fyrsta leikhluta og liðin skiptust á að leiða. Um miðbik leikhlutans komust heimamenn yfir og héldu forystu út leikhlutann. Keflavík kosmt mest 7 stigum yfir þar til í síðustu sókn leikhlutans en þá stal Reggie boltanum þegar um 3 sekúndur voru eftir og setti þrist. Staðan eftir fyrsta leikhluta 28 – 20.

Annar leikhluti byrjaði á þrist frá Ágústi Orrasynni og Keflvíkingar því með 11 stiga forystu. Stjarnan gerði atlögu að forystu heimamanna upp úr miðbik leikhlutans og náðu henni mest niður í 5 stig. Þegar rúm mínúta var eftir af leikhlutanum lentu Dominikas og Ægir Þór báðir í gólfinu eftir frákastarbaráttu inn í teig. Dómarar leiksins grandskoðuðu atvikið og gáfu Ægi í kjölfarið óíþróttamannslega villu. Keflavík voru frábærir síðustu mínútu leikhlutans. Staðan í hálfleik 59 – 41.

Gestirnir gerðu sig ekki líklega til að komast inn í leikinn. Þrátt fyrir að Keflavík væri ekki að hitta eins vel og fyrir hálfleik, þá voru þeir samt með fulla stjórn á leiknum. Mestur var munurinn 21 stig. Ægir Þór og Hlynur fengu báðir fjórðu villuna í leikhlutanum. Staðan eftir þriðja leikhluta 78 – 59.

Stjarnan fann ekki leið inn í leikinn frekar en í þriða leikhluta. Voru augljóslega pirraðir og Arnar þjálfari fékk á sig tæknivillu. Keflavík kláraði leikinn af öryggi. Lokatölur 100 – 81.

Byrjunarlið:

Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson.

Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson, Gunnar Ólafsson, Ægir Þór Steinarsson, Arnþór Freyr Guðmundsson og Austin James Brodeur.

Hetjan:

Ægir Þór var bestur í liði gestanna. Dominykas Milka og Hörður Axel voru báðir góðir í kvöld. Ágúst Orra átti frábæra innkomu af bekknum en það var Deane Willams sem var bestur á vellinum með 26 stig og 14 fráköst.

Kjarninn:

Tvö frábær lið en Stjarnan var ekki sannfærandi í kvöld. Heimamenn voru mun betur stemmdir og bara miklu tilbúnari í leikinn.

Myndasafn – Róbert Freyr Ingvason

Tölfræði

Viðtöl:

Hörður Axel Vilhjálmsson

Hjalti Þór Vilhjálmsson

Arnar Guðjónsson