Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í PHX höllinni í Phoenix lögðu heimamenn í Suns lið Utah Jazz í framlengdum toppslag Vesturstrandarinnar, 113-117. Sem áður er Jazz í efsta sæti deildarinnar með 75% sigurhlutfall á meðan að Suns eru sæti neðar með 72% sigurhlutfall það sem af er tímabili, en þeir hafa nú unnið síðustu sjö leiki sína og eru ásamt Denver Nuggets heitasta lið deildarinnar.

Atkvæðamestur heimamanna var leikguðinn Chris Paul með 29 stig og 9 stoðsendingar. Fyrir gestina var það Donovan Mitchell sem dró vagninn með 41 stigi og 8 fráköstum.

Það helsta úr leik Suns og Jazz:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Minnesota Timberwolves 137 – 141 Indiana Pacers

Washington Wizards 131 – 116 Orlando Magic

New York Knicks 99 – 101 Boston Celtics

New Orleans Pelicans 111 – 139 Brooklyn Nets

Dallas Mavericks 93 – 102 Houston Rockets

Memphis Grizzlies 131 – 113 Atlanta Hawks

Charlotte Hornets 113 – 102 Oklahoma City Thunder

San Antonio Spurs 96 – 106 Denver Nuggets

Utah Jazz 113 – 117 Phoenix Suns