Kvikmyndin Space Jam kom fyrst út árið 1996. Í henni var leikmaður Chicago Bulls Michael Jordan í aðalhlutverki ásamt teiknimyndahetjunni Kalla Kanínu. Var myndin gífurlega vinsæl á sínum tíma og rakaði hún inn yfir 230 miljónum dollara í sýningum í kvikmyndahúsum.

Þann 16. júlí næstkomandi verður ný Space Jam mynd frumsýnd þar sem að leikmaður meistara Los Angeles Lakers, LeBron James, hefur tekið við sem aðal söguhetjan. Hér fyrir neðan má sjá glænýja stiklu úr myndinni.