Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Fedex höllinni í Memphis lágu heimamenn í Grizzlies fyrir Dallas Mavericks í spennandi leik, 114-113. Að lokum var það aðeins þessi ótrúlega flautukarfa Luka Doncic sem skildi liðin að.

Eftir leikinn eru Mavericks í 7. sæti Vesturstrandarinnar með 56% sigurhlutfall á meðan að Grizzlies eru sæti neðar með 51% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Doncic atkvæðamestur fyrir Mavericks í leiknum með 29 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Grizzlies var það Grayson Allen sem dró vagninn með 23 stigum og 4 fráköstum.

Það helsta úr leik Grizzlies og Mavericks:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Miwaukee Bucks 130 – 105 Minnesota Timberwolves

Cleveland Cavaliers 103 – 90 Charlotte Hornets

Brooklyn Nets 117 – 123 Philadelphia 76ers

San Antonio Spurs 112 – 117 Toronto Raptors

LA Clippers 100 – 98 Detroit Pistons

Orlando Magic 115 – 106 Chicago Bulls

New York Knicks 116 – 106 New Orleans Pelicans

Indiana Pacers 132 – 124 Houston Rockets

Golden State Warriors 147 – 109 Oklahoma City Thunder

Dallas Mavericks 114 – 113 Memphis Grizzlies

Miami Heat 106 – 123 Denver Nuggets

Washington Wizards 123 – 111 Sacramento Kings