Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Amaliehöllinni í Tampa lögðu heimamenn í Raptors lið Washington Wizards í spennandi leik, 101-103. Undir lokin var það sigurkarfa Gary Trent Jr. sem skildi liðin að, en hana má sjá hér fyrir neðan.

Raptors eftir leikinn í 11. sæti Austurstrandarinnar með 40% sigurhlutfall, en Wizards tveimur sætum neðar í sömu deild með 35% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Pascal Siakam með 22 stig og 5 fráköst. Fyrir Wizards var það Russell Westbrook sem dróg vagninn með laglegri þrennu, 23 stigum, 14 fráköstum og 11 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Wizards og Raptors:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Washington Wizards 101 – 103 Toronto Raptors

New York Knicks 112 – 114 Brooklyn Nets

Utah Jazz 103 – 111 Dallas Mavericks

Sacramento Kings 106 – 116 Minnesota Timberwolves

Detroit Pistons 132 – 108 Oklahoma City Thunder

Cleveland Cavaliers 125 – 101 San Antonio Spurs

Phoenix Suns 133 – 130 Houston Rockets