Lykilleikmaður 17. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Vals Kiana Johnson.

Í nokkuð öruggum sigri toppliðsins á nýliðum Fjölnis í Dalhúsum var Kiana gjörsamlega frábær. Á tæpum 35 mínútum spiluðum skilaði hún 25 stigum, 11 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Þá var skilvirkni hennar líka til fyrirmyndar, skotnýtingin 78% og 35 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Hérna er meira um leikinn

Hér fyrir neðan má sjá bort af því besta úr leik hennar:

Mynd / Fjölnir FB