Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í kvöld lið Alginet í EBA deildinni á Spáni, 68-77. Valencia er sem áður eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með þrettán sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Á rúmum 23 mínútum spiluðum skilaði Hilmar Smári 10 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Valencia í deildinni er gegn Benidorm þann 17. apríl.

Tölfræði leiks