Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Vivint Smart höllinni í Salt Lake City í Utah töpuðu heimamenn í Jazz fyrir Washington Wizards, 125-121. Jazz þó sem áður í efsta sæti Vesturstrandarinnar með 74% sigurhlutfall á meðan að Wizards eru í 12. sæti Austurstrandarinnar með 38% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir Wizards í leiknum var Russell Westbrook með rosalega þrennu, 25 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar. Fyrir Jazz var það Donovan Mitchell sem dró vagninn með 42 stigum og 6 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Jazz og Wizards:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Los Angeles Lakers 96 – 111 New York Knicks

Philadelphia 76ers 113 – 95 Dallas Mavericks

San Antonio Spurs 120 – 97 Orlando Magic

Chicago Bulls 90 – 101 Memphis Grizzlies

Sacramento Kings 110 – 117 New Orleans Pelicans

Washington Wizards 125 – 121 Utah Jazz

Denver Nuggets 107 – 116 Golden State Warriors

Houston Rockets 120 – 126 Phoenix Suns