Pollamót Þórs mun fara fram á Akureyri 25. september næstkomandi. Hér fyrir neðan er tilkynning mótshaldara, en í henni er að finna allar upplýsingar og hvernig megi skrá sig

Tilkynning:

Pollamót Þórs í körfuknattleik verður haldið laugardaginn 25. september næstkomandi


Heil og sæl, kæra körfuknattleiksfólk


Því miður er orðið ljóst að ekki verður af Pollamóti Þórs í körfuknattleik þennan veturinn vegna núgildandi sóttvarnaráðstafanna í ljósi heimsfaraldursins. Mótið verður hins vegar haldið með pompi og prakt laugardaginn 25. september nk. í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þá verður sko kátt í Höllinni!


Þau fjölmörgu lið sem voru skráð til þátttöku eru öll skráð til leiks á mótið í haust. Mótshaldarar munu hafa samband við forsvarsmenn liðanna á næstunni til að staðfesta skráningu.

Keppt verður í tveimur karlaflokkum og einum kvennaflokki. Nær full skráning er í karlaflokkinn 25-39 ára en við getum mest tekið við 16 liðum í þessum aldursflokki (til að geta keyrt mótið á einum degi). Berist fleiri skráningar en 16 í þennan flokk fara viðkomandi lið á biðlista og taka sæti þeirra liða sem kunna að detta út. Í ljósi þessa biður mótsnefnd áhugasama að skrá liðið sitt til keppni sem fyrst svo að viðkomandi sitji ekki eftir með sárt ennið. Fyrstir koma, fyrstir fá (inni).


Enn er pláss fyrir nokkur lið til viðbótar í karlaflokki 40+ ára og kvennaflokki (20+ ára). Viljum við hvetja alla, konur og karla, sem körfubolta geta valdið að skrá liðið sitt til leiks!

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á pollamotkarfa@gmail.com

Facebook síða Pollamóts Þórs í körfuknattleik


Þetta verður geggjað mót, fullt af liðum skráð til leiks og okkur hlakkar mikið til að taka á móti ykkur öllum í höfuðstað Norðurlands laugardaginn 25. september í Íþróttahöllinni. Áfram gakk!


Pollamót Þórs er styrkt af Viðburða- og vöruþróunarsjóði Akureyrarbæjar.


Körfuboltakveðja, mótsnefnd.