Ólafur Björn Gunnlaugsson leikmaður ÍR í Dominos deild karla mun halda vestur um haf og ganga til liðs við Florida Southern Moccasins í bandaríska háskólaboltanum fyrir næsta tímabil. Skólinn er staðsettur í Lakeland á Flórída. Liðið leikur í Sunshine State hluta annarar deildar háskólaboltans, en það er sami hluti og lið Barry, sem Elvar Már Friðriksson lék með og Florida Tech, sem Valur Orri Valsson lék með eru í.

Ólafur er 18 ára gamall og hefur áður leikið með Val, Tindastól, gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum og ÍR. Þá hefur hann einnig verið hluti af yngri landliðum Íslands.