Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í kvöld þar sem fjórtándu umferð lauk með leik Njarðvíkur og Fjölnis B.

Bæði liðin áttu einn leik inni og hafa verið á góðu róli síðustu misseri í deildarkeppninni. Lítill munur var á liðunum í fyrri hálfleik og náðu hvorugt liðið einhverri forystu. Í síðari hálfleik náði Njarðvík hægt of rólega góðri foystu sem þær juku hægt og bítandi. Lokastaðan 59-72 fyrir Njarðvík.

Sigurinn þýðir að Njarðvík er í toppsæti deildarinnar í bili amk. Liðið er þar jafnt að stigum og ÍR en Breiðhyltingar leika gegn Grindavík og geta þá tekið toppsætið á ný. Fjölnir b er í 4. sæti deildarinnar en liðið fer ekki í úrslitakeppni þar sem B-lið fá ekki þátttökurétt í þeirri keppni.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bára Dröfn)