Körfuboltaverslunin Miðherji fékk á dögunum risastóra sendingu af “old school” NBA treyjum frá Mitchell and Ness sem verslunin hefur beðið eftir síðan í Janúar. Mitchell and Ness vörumerkið er frá Bandaríkjunum og sérhæfir sig í framleiðslu á alls kyns “nostalgíu” varningi og þar á meðal eru vinsælar NBA treyjur frá eldri kynslóðum leikmanna.

Aðspurður segist Arnar Freyr, eigandi Miðherja, treyjurnar hafa alltaf verið mjög vinsælar síðan Miðherji tók þær í sölu. “Það er gaman að sjá að eldri kúnnahópurinn sýnir þessum treyjum meiri áhuga en sá yngri. Yngra fólkið sækist mikið í Lebron James, Steph Curry og James Harden á meðan pabbarnir kaupa gjarnan Larry Bird, Magic Johnson og Allen Iverson. Covid hefur tafið þessa sendingu mjög en nú er hún loksins komin til okkar eftir langa bið”.

Treyjurnar kosta 14.990 kr en Miðherji leggur mikla áherslu á gott verð og þær kosta jafnvel meira í búðum erlendis. 

Hér er hægt að skoða treyjurnar