Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Barclays höllinni í Brooklyn lágu heimamenn í Nets fyrir meisturum Los Angeles Lakers, 126-101. Nets eftir leikinn í 1.-2. sæti Austurstrandarinnar með 78% sigurhlutfall líkt og Philadelphia 76ers á meðan að Lakers eru í 5. sæti Vesturstrandarinnar með 62% sigurhlutfall það sem af er tímabili, en þeir hafa verið án lykilmanna sinna stóran hluta tímabilsins.

Atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum var Andre Drummond með 20 stig og 11 fráköst. Fyrir heimamenn í Nets var það Kevin Durant sem dró vagninn með 22 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Lakers og Nets:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Toronto Raptors 135 – 115 Cleveland Cavaliers

Los Angeles Lakers 126 – 101 Brooklyn Nets

Philadelphia 76ers 117 – 93 Oklahoma City Thunder

Sacramento Kings 112 – 128 Utah Jazz

Houston Rockets 109 – 125 Golden State Warriors

Washington Wizards 106 – 134 Phoenix Suns

Detroit Pistons 103 – 118 Portland Trail Blazers