Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers topplið Utah Jazz í framlengdum leik, 115-127. Eftir leikinn eru Jazz sem áður í efsta sæti Vesturstrandarinnar með 74% sigurhlutfall á meðan að meiðslahrjáð lið meistaranna er í 5. sætinu með 61% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir Jazz í leiknum var fyrrum Lakers leikmaðurinn Jordan Clarkson með 27 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Lakers var það Dennis Schroder sem dró vagninn með 25 stigum, 6 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Það helsta úr leik Jazz og Lakers:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Utah Jazz 115 -127 Los Angeles Lakers

Detroit Pistons 100 – 121 Washington Wizards

Cleveland Cavaliers 96 – 106 Chicago Bulls

Golden State Warriors 114 – 119 Boston Celtics

Memphis Grizzlies 128 – 115 Milwaukee Bucks

San Antonio Spurs 111 – 85 Phoenix Suns