Framherji Hattar á Egilsstöðum í Dominos deild karla Matej Karlovic er líklega frá út tímabilið. Var hann ekki í búning með liðinu gegn Val, en samkvæmt heimildum Körfunnarlenti hann illa í leik gegn KR fyrir hléið þar sem hann mun hafa meiðst á hnéi.

Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Hött, en í 14 leikjum fyrir liðið hefur Matej skilað 15 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.