Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld lið Murcia í ACB deildinni á Spáni, 66-80. Eftir leikinn er Valencia í 5. sæti deildarinnar með 21 sigur og 11 töp það sem af er tímabili.

Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Martin 11 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum, en hann var næst framlagshæsti leikmaður liðsins í leiknum. Næsti leikur Valencia í deildinni er þann 2. maí gegn Estudiantes.

Tölfræði leiks