Njarðvík lagði Grindavík í kvöld í 16. umferð Dominos deildar karla, 91-94. Eftir leikinn er Grindavík í 6.-8. sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Þór Akureyri og Tindastóll á meðan að Njarðvík er í 10. sætinu með 12 stig.

Hérna er tölfræði leiksins

Karfan spjallaði við leikmann Grindavíkur, Marshall Nelson, eftir leik í HS Orku Höllinni í Grindavík.

Marshall Lance Nelson eftir leik: “Við köstuðum nánast frá okkur sigrinum, vorum að spila vel í fyrri hálfleik og hefðum átt að fara inn í leikhléið með meira forskot; það vantaði upp á drápseðlið hjá okkur – við vorum komnir vel yfir, vorum að spila vel en hleyptum þeim því miður aftur inn í leikinn. Þetta var klaufalegt hjá okkur en ég tek það ekkert af Njarðvíkingum að þeir stigu upp og fóru að bíta vel frá sé eftir að við vorum komnir með fimmtán stiga forskot – þeir neituðu að gefast upp. Mjög svekkjandi tap en það þýðir ekkert annað en að halda áfram, við höfum trú á því að við getum betur og það er okkar að sýna það.”

Viðtal / Svanur Snorrason