Njarðvík lagði Grindavík í kvöld í 16. umferð Dominos deildar karla, 91-94. Eftir leikinn er Grindavík í 6.-8. sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Þór Akureyri og Tindastóll á meðan að Njarðvík er í 10. sætinu með 12 stig.

Hérna er tölfræði leiksins

Karfan spjallaði við leikmann Njarðvíkur, Maciek Baginski, eftir leik í HS Orku Höllinni í Grindavík.

Maciek Baginski eftir leik: “Við vorum agalega slappir mest allan fyrri hálfleikinn, vorum alltof “soft” og leyfðum þeim nánast að leika lausum hala, við töpuðum boltanum alltof of oft og þá fengu þeir mörg hraðaupphlaup og auðveldar körfur. Þetta er búið að vera erfitt tímabil hjá okkur en við erum búnir að ákveða að skilja það eftir og byrja bara núna nýtt sex leikja tímabil og klára það með sóma, og það yrði skemmtilegur bónus að komast í úrslitakeppnina,” sagði Maciek sem átti frábæran leik: “Ég er allur að koma til; löppin er að verða betri með hverri æfingunni og mér líður vel og er bjartsýnn enda er góður andi í hópnum og við viljum gera mun betur en við höfum gert hingað til og ætlum okkur að gera það.”

Viðtal / Svanur Snorrason