Emil Karel Einarsson og Ragnar Örn Bragason hafa framlengt samninga sína við Þór næstu tvö árin. Báðir hafa leikmennirnir verið liðinu mikilvægir það sem af er tímabili, þar sem Þór er sem stendur í 2.-3. sæti deildarinnar. Emil að skila 8 stigum og 4 fráköstum að meðaltali og Ragnar með 11 stig og 3 fráköst að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Góðar fréttir frá herbúðum Þórs en reynsluboltarnir og Þórsararnir Emil Karel og Ragnar Örn hafa báðir endurnýjað samninga sína til tveggja ára og munu leika á komandi tímabili með meistaraflokki Þórs.

Mynd / Þór FB