Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Chesapeake Energy höllinni í Oklahoma máttu heimamenn í Thunder þola tap fyrir Cleveland Cavaliers, 129-102. Eftir leikinn eru Cavaliers í 12. sæti Austurstrandarinnar með 37% sigurhlutfall á meðan að Thunder eru í 13. sæti Vesturstrandarinnar með 39% sigurhlutfall það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir Cavaliers í leiknum var Collin Sexton með 27 stig og 4 stoðsendingar, þá bætti Kevin Love við 18 stigum og 11 fráköstum. Fyrir heimamenn var það Ty Jerome sem dróg vagninn með 23 stigum.

Það helsta úr leik Cleveland og Oklahoma:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Los Angeles Lakers 104 – 110 Miami Heat

Milwaukee Bucks 101 – 116 Dallas Mavericks

Phoenix Suns 103 – 113 Sacramento Kings

Chicago Bulls 122 – 113 Toronto Raptors

Portlant Trail Blazers 103 – 122 Utah Jazz

Detroit Pistons 113 – 101 Sacramento Kings