Leikjaplan tveggja efstu deilda karla og kvenna er klárt, en allar munu deildirnar rúlla aftur af stað eftir helgina. Fyrstar fara Dominos og fyrsta deild kvenna af stað þann 21. apríl, en fyrsti leikur í Dominos deild karla er á dagskrá degi seinna, 22. apríl og í fyrstu deild karla þann 23. apríl.

Tilkynning:

Búið er að birta leikjaplan Domino’s og 1. deilda karla og kvenna á mótavef KKÍ.

Hægt er að nálgast leikjaplanið fyrir hverja deild, eins og sjá má hér að neðan.

Miðað við leikjaplanið hefst keppni í deildunum sem hér segir:

  • Domino’s deild karla hefst 22. apríl og lýkur 10. maí
  • Domino’s deild kvenna hefst 21. apríl og lýkur 8. maí
  • 1. deild karla hefst 23. apríl og lýkur 3. maí
  • 1. deild kvenna hefst 21. apríl og lýkur 8. maí

Unnið er hörðum höndum að því að teikna upp úrslitakeppni deildanna fjögurra, en von er á keppnisdagatali úrslitakeppninnar á næstu dögum.