Körfubolti er leikinn (fyrir utan ísland) um gjörvallan heiminn í dag laugardaginn 3. apríl. Hér fyrir neðan eru nokkrir leikir sem kunna að vera áhugaverðir fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia mæta Cartagena í EBA deildinni á Spáni. Liðinu gengið afar vel það sem af er tímabili, eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar með ellefu sigra og aðeins eitt tap.

Tryggvi Snær Hlinason og Zaragoza mæta þá Gran Canaria í ACB deildinni. Zaragoza sem stendur í 12. sæti deildarinnar, en aðeins átta munu komast í úrslitakeppnina. Nóg eftir af deildarkeppninni, tíu leikir, svo að sigur í dag væri mikilvægur fyrir aragónska félagið.

Þá eru á dagskrá undanúrslit Marsfárs karla í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Tveir hörkuleikir, þar sem að Baylor mæta Houston í þeim fyrri, en Gonzaga og UCLA í þeim seinni.

Einnig á dagskrá eru átta leikir í NBA deildinni.

Leikir dagsins

EBA deildin:

Valencia Cartagena – kl. 17:30

ACB deildin:

Herbalife Gran Canaria Casademont Zaragoza – kl. 18:45

Undanúrslit karla – Final Four:

Baylor Bears (1) Houston Cougars (2) – kl. 21:15

Gonzaga Bulldogs (1) UCLA Bruins (2) – kl. 00.30

NBA:

Dallas Mavericks Washington Wizards – kl. 23:00

Cleveland Cavaliers Miami Heat – kl. 24:00

New York Knicks Detroit Pistons – kl. 24:00

Minnesota Timberwolves Philadelphia 76ers – kl. 24:00

Indiana Pacers San Antonio Spurs – kl. 01:00

Orlando Magic Utah Jazz – kl. 01:00

Oklahoma City Thunder Portland Trail Blazers – kl. 02:00

Milwaukee Bucks Sacramento Kings – kl. 02:00

  • ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
  • Mánuðirinn kostar aðeins 1549 kr.
  • Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
  • Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
  • Skilmálar gilda