Körfubolti er leikinn (fyrir utan ísland) um gjörvallan heiminn í dag fimmtudaginn 1. apríl. Hér fyrir neðan eru nokkrir leikir sem kunna að vera áhugaverðir fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í eldlínunni á Spáni og í Þýskalandi. Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Fraport Skyliners mæta Chemnitz í mikilvægum leik í þýsku úrvalsdeildinni. Skyliners í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni, svo að sigur í dag væri þeim mjög mikilvægur.

Það sama væri hægt að segja um leik Tryggva Hlinasonar og Casademont Zaragoza gegn Nymburk í Meistaradeild Evrópu. Nú aðeins tveir leikir eftir af öðrum fasa keppninnar og þurfa þeir á sigrum að halda ef þeir ætla að komast í úrslitamót keppninnar.

Þá eru á dagskrá sjö leikir í NBA deildinni.

Leikir dagsins

Úrvalsdeild Þýskaland:

Fraport Skyliners Chemnitz Niners – kl. 17:00

Meistaradeild Evrópu:

Zaragoza Nymburk – kl. 18:00

NBA deildin:

Washington Wizards Detroit Pistons – kl. 23:00

Philadelphia 76ers Cleveland Cavaliers – kl. 23:00

Charlotte Hornets Brooklyn Nets – kl. 23:30

Orlando Magic New Orleans Pelicans – kl. 24:00

Golden State Warriors Miami Heat – kl. 24:00

Atlanta Hawks San Antonio Spurs – kl. 00:30

Denver Nuggets LA Clippers – kl. 02:00

  • ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
  • Mánuðirinn kostar aðeins 1549 kr.
  • Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
  • Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
  • Skilmálar gilda