Átjánda umferð Dominos deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Nú þegar styttist í annan enda deildarkeppninnar eru allir leikir mikilvægir og spennan í algleymi.

Óhætt er að segja að stórleikur kvöldsins sé á Sauðárkróki þar sem heimamenn taka á móti Þór Þ. Þjálfari Tindastóls Baldur Þór Ragnarsson tekur þar á móti sínum gömlu félögum og uppeldisfélagi.

Haukar róa lífróður í deildinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í þeirri baráttu er liðið heimsækir KR. Að Hlíðarenda mætast svo Valur og Þór Ak en liðin byrjuðu deildarkeppnina eftir stopp á ólíkan hátt þar sem Valur vann góðan útisigur á Hetti en Þórsarar steinlágu gegn nágrönnum sínum í Tindastól.

Karfan mun fjalla um leiki kvöldsins á síðunni, fylgist með.

Leikir dagsins:

Tindastóll – Þór Þ kl 18:15 (Beint á Stöð 2 sport)

KR – Haukar kl 19:15 (Beint á KR TV)

Valur – Þór Ak kl 20:15 (Beint á Stöð 2 sport)