Leik Þórs og Vals í 19. umferð sem fara átti fram á morgun hefur verið frestað. Samkvæmt tilkynningu er það vegna aðstæðna í Þorlákshöfn tengdum heimsfaraldri Covid-19.

Leikurinn mun fara fram degi seinna, komandi föstudag 30. apríl.

Tilkynning:

Vegna aðstæðna í Þorlákshöfn, sem ættu að vera flestum kunnar, hefur leikur Þórs Þ. og Vals í Domino’s deild karla verið færður af fimmtudeginum 29. apríl og til föstudagsins 30. apríl kl. 18:15.