Körfubolti mun verða leyfður á ný frá og með komandi fimmtudegi samkvæmt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, en hún var í viðtali á Vísi eftir ríkisstjórnarfund nú í hádeginu.

Frekari útskýringa er að vænta í reglugerð ráðuneytissins, en samkvæmt Svandísi munu allar íþróttir verða leyfðar á nýjan leik og gera má því ráð fyrir að keppni geta á ný hafist á Íslandi.

Reglugerðar er að vænta, sem og væntanlega fréttatilkynningar frá KKÍ um hvernig framhaldi verður háttað.