Hrunamenn munu dagana 8.-11. júlí halda körfuboltabúðir fyrir 6-18 ára iðkendur. Allar frekari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan, en skráning verður opin frá og með 1. maí og færri hafa komist að en hafa viljað síðastliðin tvö ár.

Hérna eru búðirnar á Facebook

Tilkynning:

Við höfum aðeins setið á okkur með að auglýsa búðir sumarsins af gefnu tilefni. Miðað við síðustu fregnir þá erum við mjög bjartsýn á að áður auglýst dagsetning haldi sér og að búðirnar okkar verði á sínum stað.

Skráning – við erum ekki byrjuð að taka á móti skráningum en munum taka á móti þeim frá og með 1.maí. Það má reikna með frekari upplýsingum um búðirnar fyrir þann tíma, kostnað, þjálfara, dagskrá o.s.frv.

Í þessum búðum er hvorki boðið upp á gistingu né fæði að því undanskildu að hollustufæði (grænmeti, ávextir og heilsudrykkir) er í boði allan tímann fyrir iðkendur að loknum æfingum. Það væri því sniðugt fyrir áhugasama að kynna sér þá fjölmörgu gistimöguleika sem bjóðast á svæðinu þessa helgi og gera viðeigandi ráðstafanir.

Búðirnar eru ætlaðar iðkendum á aldrinum 6-18 ára og erum við með toppþjálfara fyrir allan þann aldur.Síðastliðin tvö ár hafa færri komist að en vildu og því hvetjum við fólk að skrá í búðirnar þegar færi til þess gefst, frá og með 1.maí eins og fyrr segir!