Keflavík tilkynnti í dag að þeir hefðu framlengt samningum sínum við þrjá leikmenn liðsins í Dominos deild karla.

Hæst ber að nefna að þeir framlengdu samning sínum við bretann Dean Williams út næsta tímabil, en hann hefur það sem af er tímabili verið einn af betri leikmönnum deildarinnar.

Þá framlengdu þeir einnig samningum sínum við Arnór Sveinsson, sem hefur komið sterkur inn á þessu tímabili með liðinu og Magnús Pétursson.

Tilkynning:

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að í dag skrifuðu Deane Williams, Arnór Sveinsson og Magnús Pétursson undir samninga við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Deane er orðinn flestum körfuboltaáhugamönnum vel kunnugur. Hann hefur galopnað augu áhorfenda margoft með glæsilegum tilþrifum sínum, tilþrifum sem hafa ekki oft sést hér á landi. Deane er mjög fjölhæfur leikmaður og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar í ár. Því er afar ánægjulegt að sjá hann framlengja sína veru hér hjá okkur en samningur hans er út næsta tímabil.

Arnór Sveinsson framlengdi sínum samning um eitt ár  en hann hefur komið sterkur inn í vetur. Hann er því samningsbundinn Keflavík 2021-2023. Hér er á ferðinni afar efnilegur leikmaður sem á án efa eftir að setja sinn svip á leik Keflavíkur enn frekar. Keflavík setur sitt traust á að honum muni farnast vel á næstu misserum og fagnar því að sjá hann áfram í Keflavíkurtreyjunni.


Magnús Fallegastur Pétursson er litla leynivopnið okkar. Magnús framlengdi einnig sinn samning við Keflavík sem er afar ánægjulegt. Magnús mun vafalaust halda áfram að bæta sinn leik og láta af sér kveða í náinni framtíð. Maggi er einstakur karakter, liðsmaður sem dreifir gleði í kringum sig.

Við óskum öllum Keflvíkingum til hamingju með daginn, þetta er svo sannarlega gleðidagur. Næstu dagar verða jafnframt spennandi þegar við færum ykkur frekari tíðindi af leikmannamálum í okkar herbúðum.