Kári Jónsson og Girona lágu í kvöld gegn Tizona Burgos í Leb Oro deildinni á Spáni, 78-69. Eftir leikinn eru Girona í 2. sæti Oro-Perman hluta deildarinnar, en aðeins efsta sæti hennar fær að taka þátt í úrslitakeppni um að vinna sér sæti í deildinni fyrir ofan að deildarkeppni lokinni.

Á rúmum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kári 18 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum, en hann var stigahæsti leikmaður liðsins í leiknum. Næsti leikur Girona er þann 9. maí gegn Melilla.

Tölfræði leiks