Kári með 12 stig í naumu tapi

Kári Jónsson skoraði 12 stig þegar Girona tapaði naumlega fyrir Ourense, 71-73, í spænsku LEB Oro deildinni í morgun.

Auk 12 stiganna tók hann 2 fráköst , gaf eina stoðsendingu og stal einum bolta á 21 mínútu.

Búið er að skipta spænsku B-deildinni í tvennt og er Girona í efsta sæti neðri hlutans þegar fimm um­ferðir eru eft­ir. Efsta liðið í neðri hlutanum fer í umspilssæti um að komast upp í efstu deild spænska boltans, Liga ACB.