Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson og Girona máttu þola tap fyrir Caceres í kvöld í Leb Oro deildinni á Spáni. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkur jafn undir lokin, en á síðustu mínútunum náði Caceres að vinna niður nauma forystu heimamanna og sigra með minnsta mun mögulegum, 74-75.

Kári mætir til leiks í Katalóníu

Eftir leikinn eru Girona sem áður efstir í seinni hluta deildarkeppninnar með 8 sigra og 4 töp, en Leb Oro deildinni var skipt upp í efri og neðri deild í mars. Girona eru í neðri hlutanum, en vinni þeir hana, eiga þeir kost á að taka þátt í úrslitakeppni um að vinna sér sæti inn í ACB deildinni fyrir næsta tímabil.

Á rúmum 20 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Kári 9 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Girona er gegn Oursense þann 18. apríl.

Tölfræði leiks