Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners máttu þola tap í kvöld fyrir Chemnitz Niners í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 76-89. Skyliners eru eftir leikinn í 12. sæti deildarinnar með 10 sigra og 16 töp það sem af er tímabili.

Á 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 13 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og stolnum bolta. Það er stutt á milli leikja hjá Skyliners þessa dagana, en næst leika þeir gegn Crailsheim komandi sunnudag 4. apríl.

Tölfræði leiks