Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners máttu þola tap í kvöld fyrir toppliði Ludwigsburg í þýsku úrvalsdeildinni, 106-69. Eftir leikinn eru Skyliners í 10. sæti deildarinnar með 12 sigra og 18 töp það sem af er tímabili.

Jón Axel var ekki með liðinu í dag, en samkvæmt heimildum Körfunnar mun hann vera frá vegna veikinda. Næsti leikur Skyliners í deildinni er komandi föstudag 30. apríl gegn Bonn.

Tölfræði leiks