Ísland mun í dag leika sína fyrstu landsleiki í rafkörfubolta þegar liðið mætir Kýpur, Bosníu og Serbíu í riðlakeppni FIBA Esport Open III. Ætli liðið að tryggja sig áfram í 8 liða úrslit, sem fara fram á morgun, þarf það að tryggja sér annað tveggja efstu sæta riðils sína.

Hérna er hægt að fylgjast með mótinu og framvindu þess

Landslið Íslands í NBA2K 2021 skipa eftirtaldir leikmenn:
#24 · Agnar Daði Jónsson · 28 ára · Reykjavík
# 9 · Alexander Leon Kristjánsson · 19 ára · Ísafjörður
#11 · Björgvin Lúther Sigurðarson · 43 ára ·Reykjavík
#12 · Friðrik Heiðar Vignisson (Fyrirliði) · 18 ára · Ísafjörður
# 7 · Lórenz Geir Þórisson · 17 ára · Hafnarfjörður
#34 · Róbert Ingi Gunnarsson · 18 ára · Hafnarfjörður

Liðsstjórar: Aron Ólafsson og Jóhannes Páll Durr frá RÍSÍ og Kristinn Geir Pállson frá KKÍ. 

Tímasetningar leikja í dag:

Föstudagur 23. apríl
kl. 17:00 gegn gegn Kýpur
kl. 17:40 gegn Bosníu
kl. 18:20 gegn Serbíu