Höttur tók á móti heimamönnum í Þór í Höllinni á Akureyri í sannkölluðum fjögurra stiga leik. Leikurinn var í 19. Umferð Dominos deildarinnar. Höttur fór með sigur að hólmi 83-84. Eftir þennan sigur hoppuðu þeir uppúr fallsæti en Þór sitja áfram í 8.sæti deildarinnar.

Gangur leiks

Leikmenn Hattar komu sterkir til leiks. Ivan komst hvorki lönd né strönd í upphafi leiks og Þórsarar misstu boltann oft á tíðum full auðveldlega. Í lok fyrsta leikhluta var staðan 17-22 gestunum í vil. Jafnræði var með liðunum í upphafi annars leikhluta. Í stöðunni 37-41 skiptu heimamenn um gír og skoruðu síðustu 9 stig leikhlutans. Staðan 46-37 í hálfleik heimamönnum í vil.

Leikmenn Þórs héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks. Munurinn var orðinn tíu stig um miðjan þriðja leikhluta. Það var mikill hiti í mönnum og mikil barátta. Viðar Örn þjálfari Hattar nældi sér í tækni villu um miðjan leikhlutann og fékk svo viðvörun undir lokin. Þetta virtist hafa kveikt í leikmönnum Hattar en þeir minnkuðu muninn í sex stig með þriggja stiga körfu undir lok þriðja leikhlutans. Liðin skiptust á körfum í byrjun fjórða leikhluta en um miðjan leikhlutan tóku gestirnir við sér og jöfnuðu leikinn þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Svo fór að gestirnir sigruðu að lokum 83-84 eftir æsispennandi lokakafla.

Atkvæðamestir

Í liði Þórs var Ivan Aurrecoechea Alcolado með 23 stig og 13 fráköst þá var Dedrick Basile með 12 stig og 12 stoðsendingar.

Hjá Hetti var Michael Mallory með 25 stig og 8 stoðsendingar

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór

Viðtal / Sæbjörn Þór