Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lagði í kvöld lið Cartagena í EBA deildinni á Spáni, 77-61. Valencia sem áður í efsta sæti þess hluta deildarinnar sem keppir nú að því að komast upp um deild, með tólf sigra og aðeins eitt tap.

Á rúmum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 14 stigum og 7 fráköstum. Næsti leikur Valencia er þann 11. apríl gegn Alginet.

Tölfræði leiks