Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í kvöld lið Ifach Calpe í EBA deildinni á Spáni, 50-83. Valencia eru sem áður í efsta sæti deildarinnar, aðeins búnir að tapa einum leik í allan vetur.

Á 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 17 stigum, 8 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum, en hann var stigahæsti leikmaður vallarins í dag. Næsti leikur Valencia í deildinni er þann 1. maí gegn La Nucia.

Tölfræði leiks