Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í gærkvöldi lið Benidorm nokkuð örugglega í EBA deildinni á Spáni. Valencia eftir leikinn sem áður í efsta sæti deildarinnar með fjórtán sigra og aðeins eitt tap það sem af er tímabili.

Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum, en hann var bæði næst stigahæstur og næst framlagshæstur leikmanna liðsins í leiknum.

Næsti leikur Valencia í deildinni er þann 25. apríl gegn CB Ifach Calpe.

Tölfræði leiks