Haukar lögðu Snæfell í kvöld í 16. umferð Dominos deildar kvenna, 72-92. Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Snæfell er í 7.-8. sætinu með 4 stig líkt og KR.

Gangur leiks

Leikurinn var jafn og spennandi á upphafsmínútunum, gestirnir úr Hafnarfirði leiddu þó eftir fyrsta leikhluta, 18-20. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þær aðeins í og fara með 9 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 33-42.

Í upphafi seinni hálfleiksins gera heimakonur í Snæfell vel að missa Hauka ekki of langt frá sér, eru þó 13 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 57-70. Í Honum gera Haukar svo nóg til þess að sigra leikinn að lokum með 20 stigum, 72-92.

Atkvæðamestar

Fyrir Snæfell var Emese Vida atkvæðamest með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Haukum var það Alyesha Lovett sem dró vagninn með 17 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Hvað svo?

Bæði lið leika næst komandi laugardag 24. apríl. Haukar fá Breiðablik í heimsókn í Ólafssal á meðan að Snæfell mætir Keflavík í Blue Höllinni.

Tölfræði leiks

Myndir (Sumarliði Ásgeirsson)