Haukar lögðu Tindastól í kvöld í 19. umferð Dominos deildar karla, 93-91. Eftir leikinn eru Haukar í 10.-11. sætinu með 12 stig líkt og Njarðvík á meðan að Stólarnir eru í 6. sætinu með 18 stig.

Gangur leiks

Mikið jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik. Stólarnir 3 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-25, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik höfðu heimamenn snúið því við, 51-47.

Í upphafi seinni hálfleiksins voru heimamenn sco áfram skrefinu á undan, þó svo að Stólarnir hafi ekki verið langt frá. Haukar með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 70-67. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Undir lokin var það stolinn bolti frá Hansel Atencia sem innsiglaði sigurinn, 93-91, en þetta er annar leikurinn í röð sem hann vinnur fyrir þá á lokasekúndunum.

Kjarninn

Það er deginum ljósara ef að Haukar hefðu haft þetta lið í allan vetur, hefðu þeir unnið fleiri en þrjá leiki í fyrstu sextán umferðunum. Hafa undir stjórn Sævaldar Bjarnasonar náð að spyrna sér dulega af botni deildarinnar á síðustu vikum, unnið þrjá erfiða leiki í röð og eru við það að bjarga sér frá falli. Með tilliti til leiksins í kvöld má sérstaklega nefna samvinnu bakvarðaparsins Hansel Atencia og Pablo Bertone sem var á köflum frábær í brak mínútunum.

Að sama skapi má segja að Stólarnir hafi verið á siglingu síðustu vikur, tölfræðilega það lið sem mest hefur bætt sig síðan að leikar hófust aftur og hafa hægt og bítandi unnið sig upp töfluna. Engin skömm í því fyrir þá að hafa tapað fyrir þessu botnliði í kvöld, Haukarnir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og eru alveg með mannskapinn til þess að vinna svona leiki.

Tölfræðin lýgur ekki

Haukar voru með 53% skotnýtingu úr djúpinu í kvöld, 15/28, á meðan að Stólarnir skutu 35%, 12/34.

Atkvæðamestir

Nikolas Tomsick var atkvæðamestur í liði Tindastóls með 31 stig og 9 stoðsendingar. Fyrir Hauka var það Hansel Atencia sem dró vagninn með 34 stigum og 3 stoðsendingum.

Hvað svo?

Tindastóll tekur næst á móti Keflavík þann 2. maí í Síkinu. Degi seinna heimsækja Haukar lið Vals í Origo Höllina.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Myndir / Bára Dröfn

Viðtöl / Helgi Hrafn