Fallyn Elizabeth Ann Stephens hefur yfirgefið sameinað lið Hamars og Þórs í fyrstu deild kvenna. Samkvæmt heimildum Körfunnar fékk hún boð um aðra vinnu og þurfti því frá að hverfa og hefur lagt skóna á hilluna.

Fallyn hafði það sem af er verið einn besti leikmaður deildarinnar. Í 11 leikjum spiluðum með liðinu skilaði hún 30 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik, en hún er með hæsta framlag að meðaltali í deildinni á tímabilinu, 31.

Hamar/Þór er sem stendur í 4.-5. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og B lið Fjölnis, en þær eiga næst leik í dag kl. 19:15 heima í Hveragerði gegn Grindavík.